Erlent

Bílsprengja sprakk í Beirút

Bílsprengja sprakk í hverfi kristinna í austurhluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í morgun og særði sex. Sprengjan reif í sundur jörðina og rústaði neðstu hæðum íbúðarblokkar þar sem svalir hrundu og gluggar splundruðust. Tugir bíla skemmdust í sprengingunni. Enginn hefur lýst tilræðinu á hendur sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×