Hláturinn lengir lífið Guðmundur Magnússon skrifar 16. mars 2005 00:01 Vísindin efla alla dáð. Og þau leysa á endanum allar ráðgátur. Nú hafa þau til dæmis nýskeð svarað þeirri áleitnu spurningu hvers vegna aldrað fólk er alltaf svona glatt í geði. Hver er skýringin á því að við sjáum svo til eingöngu brosmild andlit á elliheimilum? Jú, samkvæmt frásögn vísindafréttaritsins New Scientist fyrir nokkrum dögum er skýringin sú að þetta fólk hefur alla sína ævi verið létt í lund og hlegið reglulega af hjartans lyst. Þegar við svipumst um og undrumst að sjá hvergi aldraða með önugan svip er ástæðan sú að þeir eru flestir hrokknir upp af. Það lengir nefnilega lífið umtalsvert að hlæja og hafa gaman af tilverunni. Þetta er svosem ekki ný uppgötvun. Alþýðuspekin í málshættinum segir: "Hláturinn lengir lífið". Og þegar fræðimaðurinn Michael Miller við læknisfræðimiðstöð Maryland-háskóla fór að grafast fyrir um hvort þessi speki væri á rökum reist komst hann að því að svo er. Í mikilli rannsóknarritgerð sýnir hann fram á að hlátur auki blóðstreymi um líkamann og fái okkur til að slaka á. Hann ályktar að góður hlátur sé ígildi reglulegrar líkamsræktar. "Þrjatíu mínútur af líkamsrækt þrisvar í viku og fimmtán mínútur af hjartanlegum hlátri á hverjum degi" - þetta er uppskriftin að langlífi samkvæmt niðurstöðu Miller. Grein hans í heild má lesa í New Scientist 12. mars sl. Við Íslendingar þurftum svo sem ekkert að láta amerískan vísindamann segja okkur þetta. Hér eru starfandi samtök sem halda úti frábærri vefsíðu, hlatur.is, og er markmið þeirra eftirfarandi: - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs á öllum aldursskeiðum! - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs og húmors í uppeldi barna og unglinga! - að opna augu hjóna/sambýlisfólks fyrir mikilvægi hláturs á heimilum! - að vekja athygli fólks á mikilvægi þess að hlæja með öldruðu fólki! - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs á vinnustöðum! - að hvetja alla til að hlæja meira í daglegu lífi! - að taka þátt í að kynna nýjustu rannsóknir á hlátri og húmor! - að taka þátt í fræðslu um hlátur og húmor sem fyrirbyggjandi lífsmáta! - að taka þátt í fræðslu um hlátur og húmor í meðferðarskyni! - að taka virkan þátt í að kynna hláturjóga fyrir landsmönnum! - að vekja athygli fólk á mikilvægi þess að hlæja á erfiðum tímum! - að standa fyrir árlegri hlátursmiðju með vel þekktum hláturvísindamönnum! Og ekki væri nú verra ef einhverjir lesendur gaukuðu að okkur skemmtilegum bröndurum hér að neðan. Orðið er laust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Vísindin efla alla dáð. Og þau leysa á endanum allar ráðgátur. Nú hafa þau til dæmis nýskeð svarað þeirri áleitnu spurningu hvers vegna aldrað fólk er alltaf svona glatt í geði. Hver er skýringin á því að við sjáum svo til eingöngu brosmild andlit á elliheimilum? Jú, samkvæmt frásögn vísindafréttaritsins New Scientist fyrir nokkrum dögum er skýringin sú að þetta fólk hefur alla sína ævi verið létt í lund og hlegið reglulega af hjartans lyst. Þegar við svipumst um og undrumst að sjá hvergi aldraða með önugan svip er ástæðan sú að þeir eru flestir hrokknir upp af. Það lengir nefnilega lífið umtalsvert að hlæja og hafa gaman af tilverunni. Þetta er svosem ekki ný uppgötvun. Alþýðuspekin í málshættinum segir: "Hláturinn lengir lífið". Og þegar fræðimaðurinn Michael Miller við læknisfræðimiðstöð Maryland-háskóla fór að grafast fyrir um hvort þessi speki væri á rökum reist komst hann að því að svo er. Í mikilli rannsóknarritgerð sýnir hann fram á að hlátur auki blóðstreymi um líkamann og fái okkur til að slaka á. Hann ályktar að góður hlátur sé ígildi reglulegrar líkamsræktar. "Þrjatíu mínútur af líkamsrækt þrisvar í viku og fimmtán mínútur af hjartanlegum hlátri á hverjum degi" - þetta er uppskriftin að langlífi samkvæmt niðurstöðu Miller. Grein hans í heild má lesa í New Scientist 12. mars sl. Við Íslendingar þurftum svo sem ekkert að láta amerískan vísindamann segja okkur þetta. Hér eru starfandi samtök sem halda úti frábærri vefsíðu, hlatur.is, og er markmið þeirra eftirfarandi: - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs á öllum aldursskeiðum! - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs og húmors í uppeldi barna og unglinga! - að opna augu hjóna/sambýlisfólks fyrir mikilvægi hláturs á heimilum! - að vekja athygli fólks á mikilvægi þess að hlæja með öldruðu fólki! - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs á vinnustöðum! - að hvetja alla til að hlæja meira í daglegu lífi! - að taka þátt í að kynna nýjustu rannsóknir á hlátri og húmor! - að taka þátt í fræðslu um hlátur og húmor sem fyrirbyggjandi lífsmáta! - að taka þátt í fræðslu um hlátur og húmor í meðferðarskyni! - að taka virkan þátt í að kynna hláturjóga fyrir landsmönnum! - að vekja athygli fólk á mikilvægi þess að hlæja á erfiðum tímum! - að standa fyrir árlegri hlátursmiðju með vel þekktum hláturvísindamönnum! Og ekki væri nú verra ef einhverjir lesendur gaukuðu að okkur skemmtilegum bröndurum hér að neðan. Orðið er laust.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun