Erlent

Kona beri hluta ábyrgðar í nauðgun

Fjórði hver Dani er þeirrar skoðunar að konur sem er nauðgað beri sjálfar að hluta til ábyrgð á nauðguninni. Þetta eru niðurstöður könnunar sem kynntar voru í dönskum fjölmiðlum í dag. Þátttakendur könnunarinnar tiltóku sérstaklega að ögrandi klæðnaður kvenna gæti leitt til nauðgunar. Það sem vekur einna helst athygli í þessari könnun er að konur eru miklu fremur þessarar skoðunar en karlar. 27 prósent danskra kvenna er þessarar skoðunar en 18 prósent karla. Niðurstöðurnar sýna að rúm 30 prósent innflytjenda telja að konur geti að hluta til sjálfum sér um kennt verði þær fyrir nauðgun. 23 prósent Dana er sammála þesari staðhæfingu. Talsmaður jafnréttismála í danska Jafnaðarmannaflokknum, Mette Frederiksen, segir þessar tölur koma sér í opna skjöldu og sérstaklega vekur það furðu hennar að þetta gamaldags viðhorf skuli eiga upp á pallborðið hjá svo mörgum Dönum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×