Erlent

Bondevik hjólar í IKEA

Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, gagnrýndi sænska húsgagnafyrirtækið IKEA fyrir karlrembu í viðtali við dagblaðið Verdens Gang í gær. Hann sagði ótrúlegt að engar myndir í leiðbeiningarbæklingum fyrirtækisins sýndu konur við samsetningu húsgagna. Talsmaður IKEA sagði að þar sem vörur þeirra væru seldar í 200 löndum væri hætt við að múslimar gætu móðgast vegna slíkra mynda. Bondevik gaf hins vegar lítið fyrir þær útskýringar og sagði þess þá meiri ástæðu til að sýna konur til að stuðla að jafnrétti í þeim löndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×