Erlent

Uppnám í flokki Haiders

Frelsisflokkur Jörgs Haider í Austurríki, sem enn á aðild að ríkisstjórn landsins, er í uppnámi eftir mikinn kosningaósigur í héraðskosningum í Neðra-Austurríki um helgina. Á þriðjudag boðaði Haider endurstofnun flokksins, eftir að flokksstjórnin hafði ákveðið á neyðarfundi í Klagenfurt að gera fimm áberandi fulltrúa brottræka úr flokknum. Þeir voru allir á ysta hægri kanti hans. Systir Haiders, Ursula Haubner, gegnir nú flokksformennskunni, en hann er fylkisstjóri í Kärnten.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×