Sport

Fyrrum þjálfari Íslendinga rekinn

Íslandsvininum Siegfried Held var í dag sagt upp störfum sem landsliðsþjálfara Tælands í knattspyrnu. Held, sem er fyrrum landsliðsþjálfari Íslendinga, var látinn fara eftir aðeins sex mánuði í starfi. Stefnt var að því að Tælendingar myndu verja titil sinn í Tiger Cup en Held mistókst að koma liðinu upp úr riðli sínum. Charnwit Polcheewin tekur við starfi Held og verður þar með fimmti landsliðsþjálfari Tælendinga á síðustu 16 mánuðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×