Erlent

Vill hitta páfann

Þegar Diar litla, fjögurra ára gömul telpa frá Írak, sá mynd af Jóhannesi Páli páfa í sjónvarpinu varð hún afar glöð og kvaðst vilja þakka honum fyrir að mótmæla stríðinu í Írak. Sökum fjarlægðarinnar er slíkt yfirleitt erfitt fyrir írösk börn en fyrir Diar gæti þetta verið möguleiki. Diar og páfi dvelja nefnilega bæði á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm. Hún missti fótleggina í sprengingu í Írak og var flutt á sjúkrahúsið til lækninga en páfinn jafnar sig þar eftir aðgerð á hálsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×