Erlent

Ríkið greiðir húsaleiguna

Herve Gaymard, fjármálaráðherra Frakklands, er í vanda eftir að upp komst að ríkissjóður greiðir í mánuði hverjum andvirði rúmlega milljón króna í leigu fyrir hús sem hann hefur til afnota. Það bætir ekki stöðu ráðherrans að hann leigir eigin íbúð út á 200 þúsund krónur og er sú íbúð stutt frá húsinu sem ríkissjóður greiðir fyrir. Eftir að upp komst um leigugreiðslurnar úr ríkissjóði viðurkenndi Gaymard mistök og ákvað að flytja út úr íbúðinni. Það kom ekki í veg fyrir að þingmenn veltu því upp hvort hann ætti að segja af sér vegna málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×