Erlent

Handtekin vegna bankaráns

Lögreglan á Írlandi handtók í gær sjö manns sem grunaðir eru um að hafa framið mesta bankarán í sögu Norður-Írlands fyrir tveim mánuðum. Nærri 300 milljónir króna fundust í híbýlum mannanna, en það er þó ekki nema brot af því sem stolið var. Ránið og ásakanir í kjölfar þess hafa sett friðarferlið á Írlandi úr skorðum. Böndin bárust strax að Írska lýðveldishernum, IRA, sem neitaði að hafa nokkuð með ránið að gera. Þar til í gær hafði lögreglu lítið orðið ágengt en einn þeirra sem handtekinn var í gær er háttsettur innan Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, og eru lögregluyfirvöld því enn sannfærð um að samtökin hafi staðið á bak við bankaránið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×