Landsvirkjun verður hlutafélag 17. febrúar 2005 00:01 Ríkið kaupir Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ út úr Landsvirkjun um næstu áramót með yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, ef samningar nást um verð, samkvæmt viljayfirlýsingu sem undirrituð var í dag. Orkufyrirtæki ríkisins verða um leið sameinuð í einn orkurisa sem ætlunin er að breyta í hlutafélag eftir þrjú ár og bjóða nýjum fjárfestum að koma inn í. Landsvirkjun á helstu stórvirkjanir landsins og er um leið stærsti aðilinn sem nýtir orkulindir þjóðarinnar. Nú eru framundan mestu breytingar á eignarhaldi fyrirtækisins frá því það var stofnað fyrir fjörutíu árum. Fullrúar eigenda Landsvirkjunar undirrituðu viljayfirlýsinguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að fjögurra manna samninganefnd aðila nái samkomulagi fyrir 30. september um hvað ríkið greiði fyrir 44,5 prósenta hlut Reykjavíkurborgar og 5,5 prósenta hlut Akureyrar í Landsvirkjun. Þegar liggur fyrir að andvirðið verður greitt á löngum tíma og mun renna beint til að mæta lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaganna. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði þetta mikil tímamót á raforkumarkaði. Hún sagði að núverandi eigendasamsetning raforkufyrirtækjanna væri ekki heppileg af þeirri ástæðu að allir eigendur Landsvirkjunar ættu jafnframt önnur raforkufyrirtæki. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði löngu tímabært að leiðir skilji með núverandi eigendum Landsvirkjunar. Það væri í takt við tímann að fá skýrari línur milli aðila á þessum markaði. Því fer þó fjarri að málið sé í höfn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri benti á að aðeins væri um viljayfirlýsingu að ræða og því ekkert í hendi varðandi verð. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvort menn nái saman á endanum. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, sagði að bæjarstjórnin hefði verið mjög áfram um að taka þetta skref í ljósi þeirra breytinga sem ákveðnar hafa verið á raforkumarkaðnum. Fulltrúar ríkisins lýstu því jafnframt yfir í dag að ráðgert væri að sameina Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða um næstu áramót. Ennfremur að gert sé ráð fyrir að sameinuðu fyrirtæki verði breytt í hlutafélag, þó eigi fyrr en á árinu 2008. Með hlutafélagavæðingu séu sköpuð skilyrði fyrir aðkomu nýrra fjárfesta að fyrirtækinu. Aðspurður segir fjármálaráðherra of snemmt að spá í það núna hvort ríkið stefni að því að selja allt hið sameinaða orkufyrirtæki í kjölfarið. Hann telur þó eðlilegt að lífeyrissjóðirnir séu fjárfestar í svona fyrirtæki því þeir séu að leita sér að langtímafjárfestingum sem sé eðli raforkufyrirtækja. Kaupverðið mun liggja fyrir fyrir septemberlok. Líklegt má telja að sú tala liggi í kringum 20 milljarða króna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Ríkið kaupir Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ út úr Landsvirkjun um næstu áramót með yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, ef samningar nást um verð, samkvæmt viljayfirlýsingu sem undirrituð var í dag. Orkufyrirtæki ríkisins verða um leið sameinuð í einn orkurisa sem ætlunin er að breyta í hlutafélag eftir þrjú ár og bjóða nýjum fjárfestum að koma inn í. Landsvirkjun á helstu stórvirkjanir landsins og er um leið stærsti aðilinn sem nýtir orkulindir þjóðarinnar. Nú eru framundan mestu breytingar á eignarhaldi fyrirtækisins frá því það var stofnað fyrir fjörutíu árum. Fullrúar eigenda Landsvirkjunar undirrituðu viljayfirlýsinguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að fjögurra manna samninganefnd aðila nái samkomulagi fyrir 30. september um hvað ríkið greiði fyrir 44,5 prósenta hlut Reykjavíkurborgar og 5,5 prósenta hlut Akureyrar í Landsvirkjun. Þegar liggur fyrir að andvirðið verður greitt á löngum tíma og mun renna beint til að mæta lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaganna. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði þetta mikil tímamót á raforkumarkaði. Hún sagði að núverandi eigendasamsetning raforkufyrirtækjanna væri ekki heppileg af þeirri ástæðu að allir eigendur Landsvirkjunar ættu jafnframt önnur raforkufyrirtæki. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði löngu tímabært að leiðir skilji með núverandi eigendum Landsvirkjunar. Það væri í takt við tímann að fá skýrari línur milli aðila á þessum markaði. Því fer þó fjarri að málið sé í höfn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri benti á að aðeins væri um viljayfirlýsingu að ræða og því ekkert í hendi varðandi verð. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvort menn nái saman á endanum. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, sagði að bæjarstjórnin hefði verið mjög áfram um að taka þetta skref í ljósi þeirra breytinga sem ákveðnar hafa verið á raforkumarkaðnum. Fulltrúar ríkisins lýstu því jafnframt yfir í dag að ráðgert væri að sameina Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða um næstu áramót. Ennfremur að gert sé ráð fyrir að sameinuðu fyrirtæki verði breytt í hlutafélag, þó eigi fyrr en á árinu 2008. Með hlutafélagavæðingu séu sköpuð skilyrði fyrir aðkomu nýrra fjárfesta að fyrirtækinu. Aðspurður segir fjármálaráðherra of snemmt að spá í það núna hvort ríkið stefni að því að selja allt hið sameinaða orkufyrirtæki í kjölfarið. Hann telur þó eðlilegt að lífeyrissjóðirnir séu fjárfestar í svona fyrirtæki því þeir séu að leita sér að langtímafjárfestingum sem sé eðli raforkufyrirtækja. Kaupverðið mun liggja fyrir fyrir septemberlok. Líklegt má telja að sú tala liggi í kringum 20 milljarða króna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira