Auknar heimildir til rannsóknar 15. febrúar 2005 00:01 Fjármálaeftirlitið fær auknar heimildir til að rannsaka mál samkvæmt nýju lagafrumvarpi um verðbréfaviðskipti, þar á meðal til að kyrrsetja gögn og fá aðgang að gögnum um símtöl og fjarskipti. Má segja að með þessu sé verið að taka hálft skref því á meðan heimild til að beita sektum er enn takmörkuð er hætta á árekstrum við lögreglu. Forstjórar Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins kynntu í dag yfirlýsingu um samstarf þar sem verkaskipting hefur verið skýrð og gerð opinber. Trúverðugleiki er grundvöllur viðskipta á hlutabréfamarkaði og að miklu leyti byggist hann á trausti á virku eftirliti. Virkt eftirlit byggist svo aftur á að verkaskipting sé klár og skilvirkni mikil. Annar mikilvægur þáttur er gegnsæi. Komið er til móts við þær óskir að hluta í nýju frumvarpi um verðbréfaviðskipti. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að enginn vafi sé á því að aukið gegnsæi muni hafa þau áhrif að menn hagi sér í sumum tilvikum öðruvísi og varlegar en þeir hafi gert í einhverjum tilvikum áður. Samkvæmt nýja frumvarpinu fær Fjármálaeftirlitið auknar heimildir til að rannsaka mál en ekki til þess að ljúka þeim. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé verið að hætta á það að svipuð vandræði skapist og þegar Ríkislögreglustjóraembættið og Samkeppnisstofnun slógust um sama mál, olíumálið fræga. Páll Gunnar segir að eftir því sem keðja í úrlausn mála sé flóknari aukist hættan á slíkum vandræðum. Fjármálaeftirlitið hafi varpað því fram, og í raun sé það stefnumörkun innan Evrópusambandsins, að auka heimildir eftirlitsstofnana til að ljúka málum með stjórnvaldssektum. Þá leið verði að skoða hér á landi eins og annars staðar í Evrópu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Fjármálaeftirlitið fær auknar heimildir til að rannsaka mál samkvæmt nýju lagafrumvarpi um verðbréfaviðskipti, þar á meðal til að kyrrsetja gögn og fá aðgang að gögnum um símtöl og fjarskipti. Má segja að með þessu sé verið að taka hálft skref því á meðan heimild til að beita sektum er enn takmörkuð er hætta á árekstrum við lögreglu. Forstjórar Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins kynntu í dag yfirlýsingu um samstarf þar sem verkaskipting hefur verið skýrð og gerð opinber. Trúverðugleiki er grundvöllur viðskipta á hlutabréfamarkaði og að miklu leyti byggist hann á trausti á virku eftirliti. Virkt eftirlit byggist svo aftur á að verkaskipting sé klár og skilvirkni mikil. Annar mikilvægur þáttur er gegnsæi. Komið er til móts við þær óskir að hluta í nýju frumvarpi um verðbréfaviðskipti. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að enginn vafi sé á því að aukið gegnsæi muni hafa þau áhrif að menn hagi sér í sumum tilvikum öðruvísi og varlegar en þeir hafi gert í einhverjum tilvikum áður. Samkvæmt nýja frumvarpinu fær Fjármálaeftirlitið auknar heimildir til að rannsaka mál en ekki til þess að ljúka þeim. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé verið að hætta á það að svipuð vandræði skapist og þegar Ríkislögreglustjóraembættið og Samkeppnisstofnun slógust um sama mál, olíumálið fræga. Páll Gunnar segir að eftir því sem keðja í úrlausn mála sé flóknari aukist hættan á slíkum vandræðum. Fjármálaeftirlitið hafi varpað því fram, og í raun sé það stefnumörkun innan Evrópusambandsins, að auka heimildir eftirlitsstofnana til að ljúka málum með stjórnvaldssektum. Þá leið verði að skoða hér á landi eins og annars staðar í Evrópu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira