Erlent

Býður eftirlitsmenn velkomna

Utanríkisráðherra Írans lýsti því yfir í dag að eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna væri velkomið skoða þá staði í landinu þar sem kjarnorkueldsneyti er framleitt. Þessi orð lét hann falla í kjölfar deilna Írana og Bandaríkjanna um kjarnorkumál, en þeir síðarnefndu telja Írana reyna að smíða kjarnavopn. Nokkrar Evrópuþjóðir hafa reynt að miðla málum og fá Írana til að hætta allri framleiðslu á kjarnorkueldsneyti en Íranar segjast í fullum rétti til þess að gera það þar sem úran sé einungis unnið til að nota í friðsamlegum tilgangi. Kamal Kharrazi, utanríkisráðherra Írans, sem staddur er í Búdapest í Ungverjalandi, sagði Írana tilbúna að taka á móti eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkueftirlitsins og þeir hefðu þegar boðið þeim til landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×