Erlent

Eldra fólk vanmetur smithættuna

Miðaldra fólk er ekki nægilega vel meðvitað um þá hættu sem því stafar af kynsjúkdómum að því er fram kemur í breska blaðinu The Times. Þeim fjölgar sem sýkjast af kynsjúkdómum á aldrinum 45 til 64 ára, einkum klamidíu, herpes, vörtum og lekanda. Sýfilistilfellum meðal 45 til 64 ára gamalla einstaklinga fjölgaði um 275 prósent á árunum 1995 til 2003, lekandatilfellum fjölgaði um 254 prósent og klamidíutilfellum um 175 prósent. Í nýrri bók um kynlíf kvenna á breytingaskeiðinu segir að þær kunni að eiga frekar á hættu að smitast af kynsjúkdómi en yngri konur þar sem ónæmiskerfinu hnigni með aldrinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×