Erlent

Fann ekki barnið heldur átti það

Miskunnsami samverjinn sem sagðist hafa fundið nýfætt barn sem hent hefði verið út úr bíl var í raun og veru móðir barnsins. Hún viðurkenndi þetta fyrir lögreglu eftir að hafa upphaflega sagt að hún hefði séð par í bíl rífast og henda barninu út. Konan vildi ekki eignast barn og ákvað að koma barninu til yfirvalda. Samkvæmt lögum Flórídaríkis geta mæður skilið nýfædd börn sín eftir á sjúkrahúsum og slökkviliðsstöðvum ef þær treysta sér ekki til að ala börnin upp. Konunni datt lygasagan hins vegar í hug þegar hún var á leið að afhenda nýfætt barn sitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×