Erlent

Dauðsföllum vegna alnæmis fækkar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar lækna í Suður Afríku benda til þess að stórlega sé dregið úr fjölda þeirra sem látist hafa af völdum alnæmis í landinu undanfarin ár. Þannig hafi meira en hundrað og fimmtíu þúsund manns dáið af völdum alnæmis í Suður Afríku árið 2000 en aðeins þriðjungur dauðsfallanna hafi opinberlega verið rakinn til sjúkdómsins. Árið 2003 voru 5,6 milljónir Suður-Afríkumanna smitaðir af HIV-veirunni sem lætur nærri að sé um þrettán prósent allra landsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×