Erlent

Réttað yfir Saddam að ári

Ekki verður réttað í máli Saddams Hussein fyrr en á næsta ári að sögn bandaríska dagblaðsins The New York Times. Áður verður réttað yfir nokkrum samverkamönnum hans og hefjast fyrstu réttarhöldin í vor. Farið verður yfir dauðarefsingu yfir þeim sem fundnir verða sekir um verstu glæpi Íraksstjórnar. Meðal þeirra fyrstu sem verða dregnir fyrir rétt er Ali Hassan al-Majid, frændi Saddams sem er betur þekktur sem Efnavopna-Ali. Hann er maðurinn sem stýrði efnavopnaárásum á íraska Kúrda á seinni hluta níunda áratugar síðustu aldar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×