Erlent

Tíu féllu í hörðum bardaga í Írak

MYND/AP
Að minnsta kosti 10 lögreglumenn létust í hörðum bardaga við uppreisnarmenn nærri bænum Salman Pak suðaustur af Bagdad í Írak í dag. Bardaginn stóð í nokkrar klukkustundir og samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar særðust að minnsta kosti 65 lögreglumenn í honum. Engar fréttir hafa hins vegar borist af því hversu margir uppreisnarmenn féllu í átökunum. Fyrr í dag létust átta almennir borgarar í árásum uppreisnarmanna í Írak, þar af þrír í sjálfsmorðssprengjuárás í miðborg Bagdad sem talið er að hafi beinst gegn bandarískri hergagnalest.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×