Erlent

Fái Norður-Kóreu aftur að borðinu

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, býst við að hægt verði að fá Norður-Kóreumenn aftur að samningaborðinu vegna kjarnorkumála landsins, en Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í dag að þeir hefðu látið smíða kjarnorkuvopn til þess að verjast yfirgangi Bandaríkjamanna. Um leið og yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu um þetta slitu þau viðræðum við m.a. Rússa, Kínverja, Japana og Suður-Kóreumenn sem miðuðu að því að takmarka framþróun kjarnorkumála í Norður-Kóreu. Annan hvatti ríkin til að reyna áfram að semja við Norður-Kóreumenn á blaðamannafundi sem hann hélt eftir fund með Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, í Lundúnum nú eftir hádegið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×