Erlent

Landamærum Íraks lokað í fimm daga

Öllum landamærum að Írak verður lokað í fimm daga í næstu viku af öryggisástæðum. Ekki var gefin nein ástæða fyrir lokuninni en líklega er hún vegna þess að þá nær hámarki hin árlega trúarhátíð sjíta. Á síðasta ári voru gerðar fjölmargar sjálfsmorðsárásir á þessari hátíð, sem kostuðu yfir 170 manns lífið. Árásarmennirnir voru súnnímúslimar sem réðu lögum og lofum í landinu meðan Saddam Hussein var við völd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×