Erlent

Messufall hjá páfa

Jóhannes Páll II páfi var fjarverandi bænahald á öskudegi sem markaði upphaf páskaföstunnar. Þetta er í fyrsta skipti frá því hann var valinn páfi fyrir rúmum 26 árum sem slíkt gerist. Páfi liggur enn á sjúkrahúsi en þangað var farið með hann í skyndi 1. febrúar þar sem hann var með flensu og stríddi við öndunarerfiðleika. Bandaríski kardínálinn James Stafford stýrði guðsþjónustu í Péturskirkju í fjarveru páfa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×