Erlent

Verkamannaflokkurinn í sókn

Breski Verkamannaflokkurinn ynni öruggan sigur á andstæðingum sínum ef bresku þingkosningarnar færu fram í dag samkvæmt nýrri skoðanakönnun Populus fyrir breska dagblaðið The Times. Samkvæmt könnuninni fengi Verkamannaflokkurinn 41 prósent atkvæða og hefur ekki mælst með jafnmikið fylgi frá því fyrir innrásina í Írak. Íhaldsflokkurinn mældist með 32 prósenta fylgi í könnuninni og Frjálslyndir demókratar með átján prósent. Búist er við því að Tony Blair forsætisráðherra boði til kosninga í maí en kjörtímabilið rennur ekki út fyrr en á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×