Sport

Kristján Uni í 5. sæti í Slóveníu

Kristján Uni Óskarsson frá Ólafsfirði hafnaði í 5. sæti á svigmóti í Ravne na Koroskem í Slóveníu um helgina og hlaut fyrir það 16,32 FIS punkta, sem er nálægt hans besta árangri. Björgvin Björgvinsson frá Dalvík var þriðji eftir fyrri ferð, en datt út í þeirri síðari. Sindri Már Pálsson úr Breiðabliki og Kristinn Ingi Valsson frá Dalvík duttu báðir úr leik í fyrri umferð. Það var heimamaðurinn Jure Kosir sem sigraði í keppninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×