Erlent

Vilja semja við Írani

Varnarmálaráðherra Ísraels sagði í dag að hann væri sammála Condoleezu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að fara eigi samningaleiðina til að fá Íran til þess að hætta við kjarnorkuáætlun sína en ekki að beita hervaldi. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í síðasta mánuði að Ísraelar kynnu að gera loftárásir á Íran ef þeir teldu sig hafa vissu fyrir því að Íranar væru að smíða kjarnorkuvopn. Það er opinber stefna Írans að þurrka gyðingaríkið út af landakortinu. Árið 1981 gerðu Ísraelar loftárás á kjarnorkuver í Írak og komu þannig í veg fyrir að Saddam Hussein smíðaði kjarnorkuvopn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×