Erlent

Gefa lítið fyrir orð Rice

Írönsk stjórnvöld gefa lítið fyrir yfirlýsingar Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að Íranar virði mannréttindi að vettugi og reyni að halda því leyndu að verið sé að smíða kjarnorkusprengju í landinu. Rice sagði fyrir helgi að stjórnvöld í Washington hefðu lítinn áhuga á að taka þátt í viðræðum Evrópuríkja við Íran um efnahagsaðstoð ef hætt verður framleiðslu á kjarnorkueldsneyti í Íran. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins sagði í dag að þar á bæ létu menn hótanir bandaríska utanríkisráðherrans sem vind um eyru þjóta. Írönsk stjórnvöld neita því staðfastlega að landið sé á höttunum eftir kjarnaoddum til að nota í kjarnorkusprengjur og segja að einungis eigi að nota kjarnorkueldsneytið til að knýja kjarnorkuver.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×