Verkalýðshreyfing og pólitík 3. febrúar 2005 00:01 Þegar Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands lýsti á dögunum yfir stuðningi við formannsframboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Samfylkingunni varð af því nokkurt uppnám. Stuðningsmenn Össurar voru ósáttir og töldu að verið væri að misnota verkalýðshreyfinguna í þágu keppinautarins. Höfðu ýmsir skilið Gylfa þannig að Alþýðusambandið styddi framboð Ingibjargar Sólrúnar. Fram komu síðan aðrir áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni og kváðust styðja Össur. Utan Samfylkingarinnar stöldruðu menn við þessar flokkspólitísku yfirlýsingar frammámanna í verkalýðshreyfingunni. Upp úr því hefur sprottið umræða um tengsl verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka. Hafa forystumenn nokkurra verkalýðsfélaga komið í fjölmiðla til að leggja áherslu á að kjarabaráttan eigi að vera fagleg og ekki megi blanda verkalýðsfélögunum, hvað þá heildarsamtökum þeirra, Alþýðusambandinu, inn í flokkspólitíska baráttu. Í árdaga íslenskrar verkalýðshreyfingar var enginn greinarmunur gerður á stjórnmálabaráttu og kjarabaráttu. Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið voru eitt og sama fyrirbærið og hélst sú skipan frá stofnun 1916 til 1940 þegar skorið var á tengslin vegna mikillar óánægju með þau. Blasir líka við hve afkáraleg sú skipan er að stéttarfélag sem semur um kaup og kjör í krafti skylduaðildar verkafólks sé jafnframt stjórnmálaflokkur sem kannski aðeins hluti félagsmanna styður. Þrátt fyrir hinn formlega aðskilnað kjarabaráttu og stjórnmála var mjög rík hneigð innan verkalýðshreyfingarinnar að beita henni í þágu stjórnmálabaráttunnar. Árið 1956 mátti heita að Alþýðubandalagið, sem þá var kosningabandalag Sósíalistaflokksins og klofningsmanna úr Alþýðuflokknum, og Alþýðusambandið væru runnin saman í eina hreyfingu, en í þingkosningunum þetta ár lýsti ASÍ yfir stuðningi við kosningabandalagið. Í raun varð Alþýðusambandið ekki algerlega faglega sjálfstætt fyrr en liðið var á áttunda áratuginn. Síðustu árin hafa verkalýðsforingjar ekkisýnt því áhuga að blanda saman stjórnmálabaráttunni og kjarabaráttunni. Þó hafa einkennileg tengsl alla tíð verið fyrir hendi á milli Alþýðusambandsins og norrænna jafnaðarmannaflokka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Þegar Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands lýsti á dögunum yfir stuðningi við formannsframboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Samfylkingunni varð af því nokkurt uppnám. Stuðningsmenn Össurar voru ósáttir og töldu að verið væri að misnota verkalýðshreyfinguna í þágu keppinautarins. Höfðu ýmsir skilið Gylfa þannig að Alþýðusambandið styddi framboð Ingibjargar Sólrúnar. Fram komu síðan aðrir áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni og kváðust styðja Össur. Utan Samfylkingarinnar stöldruðu menn við þessar flokkspólitísku yfirlýsingar frammámanna í verkalýðshreyfingunni. Upp úr því hefur sprottið umræða um tengsl verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka. Hafa forystumenn nokkurra verkalýðsfélaga komið í fjölmiðla til að leggja áherslu á að kjarabaráttan eigi að vera fagleg og ekki megi blanda verkalýðsfélögunum, hvað þá heildarsamtökum þeirra, Alþýðusambandinu, inn í flokkspólitíska baráttu. Í árdaga íslenskrar verkalýðshreyfingar var enginn greinarmunur gerður á stjórnmálabaráttu og kjarabaráttu. Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið voru eitt og sama fyrirbærið og hélst sú skipan frá stofnun 1916 til 1940 þegar skorið var á tengslin vegna mikillar óánægju með þau. Blasir líka við hve afkáraleg sú skipan er að stéttarfélag sem semur um kaup og kjör í krafti skylduaðildar verkafólks sé jafnframt stjórnmálaflokkur sem kannski aðeins hluti félagsmanna styður. Þrátt fyrir hinn formlega aðskilnað kjarabaráttu og stjórnmála var mjög rík hneigð innan verkalýðshreyfingarinnar að beita henni í þágu stjórnmálabaráttunnar. Árið 1956 mátti heita að Alþýðubandalagið, sem þá var kosningabandalag Sósíalistaflokksins og klofningsmanna úr Alþýðuflokknum, og Alþýðusambandið væru runnin saman í eina hreyfingu, en í þingkosningunum þetta ár lýsti ASÍ yfir stuðningi við kosningabandalagið. Í raun varð Alþýðusambandið ekki algerlega faglega sjálfstætt fyrr en liðið var á áttunda áratuginn. Síðustu árin hafa verkalýðsforingjar ekkisýnt því áhuga að blanda saman stjórnmálabaráttunni og kjarabaráttunni. Þó hafa einkennileg tengsl alla tíð verið fyrir hendi á milli Alþýðusambandsins og norrænna jafnaðarmannaflokka.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar