Verkalýðshreyfing og pólitík 3. febrúar 2005 00:01 Þegar Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands lýsti á dögunum yfir stuðningi við formannsframboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Samfylkingunni varð af því nokkurt uppnám. Stuðningsmenn Össurar voru ósáttir og töldu að verið væri að misnota verkalýðshreyfinguna í þágu keppinautarins. Höfðu ýmsir skilið Gylfa þannig að Alþýðusambandið styddi framboð Ingibjargar Sólrúnar. Fram komu síðan aðrir áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni og kváðust styðja Össur. Utan Samfylkingarinnar stöldruðu menn við þessar flokkspólitísku yfirlýsingar frammámanna í verkalýðshreyfingunni. Upp úr því hefur sprottið umræða um tengsl verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka. Hafa forystumenn nokkurra verkalýðsfélaga komið í fjölmiðla til að leggja áherslu á að kjarabaráttan eigi að vera fagleg og ekki megi blanda verkalýðsfélögunum, hvað þá heildarsamtökum þeirra, Alþýðusambandinu, inn í flokkspólitíska baráttu. Í árdaga íslenskrar verkalýðshreyfingar var enginn greinarmunur gerður á stjórnmálabaráttu og kjarabaráttu. Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið voru eitt og sama fyrirbærið og hélst sú skipan frá stofnun 1916 til 1940 þegar skorið var á tengslin vegna mikillar óánægju með þau. Blasir líka við hve afkáraleg sú skipan er að stéttarfélag sem semur um kaup og kjör í krafti skylduaðildar verkafólks sé jafnframt stjórnmálaflokkur sem kannski aðeins hluti félagsmanna styður. Þrátt fyrir hinn formlega aðskilnað kjarabaráttu og stjórnmála var mjög rík hneigð innan verkalýðshreyfingarinnar að beita henni í þágu stjórnmálabaráttunnar. Árið 1956 mátti heita að Alþýðubandalagið, sem þá var kosningabandalag Sósíalistaflokksins og klofningsmanna úr Alþýðuflokknum, og Alþýðusambandið væru runnin saman í eina hreyfingu, en í þingkosningunum þetta ár lýsti ASÍ yfir stuðningi við kosningabandalagið. Í raun varð Alþýðusambandið ekki algerlega faglega sjálfstætt fyrr en liðið var á áttunda áratuginn. Síðustu árin hafa verkalýðsforingjar ekkisýnt því áhuga að blanda saman stjórnmálabaráttunni og kjarabaráttunni. Þó hafa einkennileg tengsl alla tíð verið fyrir hendi á milli Alþýðusambandsins og norrænna jafnaðarmannaflokka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þegar Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands lýsti á dögunum yfir stuðningi við formannsframboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Samfylkingunni varð af því nokkurt uppnám. Stuðningsmenn Össurar voru ósáttir og töldu að verið væri að misnota verkalýðshreyfinguna í þágu keppinautarins. Höfðu ýmsir skilið Gylfa þannig að Alþýðusambandið styddi framboð Ingibjargar Sólrúnar. Fram komu síðan aðrir áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni og kváðust styðja Össur. Utan Samfylkingarinnar stöldruðu menn við þessar flokkspólitísku yfirlýsingar frammámanna í verkalýðshreyfingunni. Upp úr því hefur sprottið umræða um tengsl verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka. Hafa forystumenn nokkurra verkalýðsfélaga komið í fjölmiðla til að leggja áherslu á að kjarabaráttan eigi að vera fagleg og ekki megi blanda verkalýðsfélögunum, hvað þá heildarsamtökum þeirra, Alþýðusambandinu, inn í flokkspólitíska baráttu. Í árdaga íslenskrar verkalýðshreyfingar var enginn greinarmunur gerður á stjórnmálabaráttu og kjarabaráttu. Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið voru eitt og sama fyrirbærið og hélst sú skipan frá stofnun 1916 til 1940 þegar skorið var á tengslin vegna mikillar óánægju með þau. Blasir líka við hve afkáraleg sú skipan er að stéttarfélag sem semur um kaup og kjör í krafti skylduaðildar verkafólks sé jafnframt stjórnmálaflokkur sem kannski aðeins hluti félagsmanna styður. Þrátt fyrir hinn formlega aðskilnað kjarabaráttu og stjórnmála var mjög rík hneigð innan verkalýðshreyfingarinnar að beita henni í þágu stjórnmálabaráttunnar. Árið 1956 mátti heita að Alþýðubandalagið, sem þá var kosningabandalag Sósíalistaflokksins og klofningsmanna úr Alþýðuflokknum, og Alþýðusambandið væru runnin saman í eina hreyfingu, en í þingkosningunum þetta ár lýsti ASÍ yfir stuðningi við kosningabandalagið. Í raun varð Alþýðusambandið ekki algerlega faglega sjálfstætt fyrr en liðið var á áttunda áratuginn. Síðustu árin hafa verkalýðsforingjar ekkisýnt því áhuga að blanda saman stjórnmálabaráttunni og kjarabaráttunni. Þó hafa einkennileg tengsl alla tíð verið fyrir hendi á milli Alþýðusambandsins og norrænna jafnaðarmannaflokka.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar