Innlent

Vilja stöðva Iceland

Samtök iðnaðarins hafa ákveðið að senda inn athugasemdir til bresku einkaleyfastofunnar og Evrópusambandsins vegna áforma verslunarkeðjunnar Iceland Foods í Bretlandi um að skrá vörumerkið Iceland í fjölmörgum vöruflokkum í Bretlandi og innan Evrópusambandsins. Telja samtökin að áformin stangist á við viðskiptahagsmuni íslenskra fyrirtækja. Utanríkisráðuneytið hefur mótmælt umsóknunum, og telur þær trufla markaðsstarf íslenskra fyrirtækja og kynningarstarf á vegum ríkisstjórnarinnar erlendis. Fleiri hagsmunasamtök í atvinnulífinu hyggjast senda inn athugasemdir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×