Erlent

Lítið umburðarlyndi trúarskóla

Einkareknir íslamskir skólar eru skárri í að kenna börnum umburðarlyndi en einkareknir kristnir skólar. Þetta er niðurstaða breskrar stofnunar sem hefur eftirlit með menntun í Bretlandi. Þar kom fram að 42,5 prósent kristilegra skóla brygðust því hlutverki sínu að kenna nemum að bera virðingu fyrir öðrum menningarheimum og trúarbrögðum, hlutfallið var lægra í íslömskum skólum, 36 prósent. Þessar tölur birtust fáum dögum eftir að David Bell, yfirmaður stofnunar, olli reiði breskra múslima þegar hann gagnrýndi skóla þeirra fyrir að gera ekki nóg til að auka umburðarlyndi nemenda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×