Erlent

Stuðningur Finna lítill

Fyrrum forsætisráðherra Eistlands, Edgar Savisaar, gagnrýnir Finna í nýútkominni minningabók sinni fyrir að styðja land sitt ekki nægjanlega til sjálfstæðis. Í bókinni, þar sem hann rifjar upp atburði áranna 1990-1992, segir Savisaar að sumir finnskir stjórnmálamenn hafi frekar staðið í vegi Eistlands í átt að sjálfstæði en aðstoðað. Hann nefnir þar sérstaklega Mauno Koivisto, fyrrum forseta Finnlands, sem hann segir að hafi ekki getað tekið ákvarðanir án samþykkis Moskvu, en gagnrýnir einnig þáverandi utanríkisráðherra Finnlands, Paavo Väyrynen, og þáverandi forsætisráðherra Finnlands, Harri Holkeri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×