Erlent

Herinn heim eftir rúmt ár

Verkefnum dönsku herdeildarinnar verður líklega lokið á næsta eina og hálfa ári. Þetta hefur Jyllands-Posten eftir yfirmanni deildarinnar, ofurstanum John Dalby. Hann segir það sitt mat að verkefni landgönguliða muni ljúka á næstu 12-18 mánuðum og að íraska stjórnin, sem þá verður við völd, muni ekki fara þess á leit við dönsk stjórnvöld að herdeildin verði áfram í landinu. Þá vísar hann því á bug að ringulreið muni ríkja í Írak í kringum kosningarnar 30. janúar. Þær aðgerðir sem fréttist af þessa dagana séu aðgerðir öfgamanna sem eru á örvæntingafullan hátt að reyna að koma í veg fyrir framkvæmd kosninganna, sem muni færa Írak nær lýðræði og myndun ríkisstjórnar. Þeir sem þurfi að hafa áhyggjur af séu íranskir og saudi-arabískir hryðjuverkamenn sem staðsettir eru í Írak. Danmörk er á lista hinna staðföstu þjóða og eru danskir hermenn staðsettir í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×