Erlent

ETA sprengir bílsprengju á Spáni

Lögreglumaður slasaðist þegar bílsprengja sprakk í sjávarþorpinu Gexto í norðurhluta Spánar fyrr í dag. Liðsmaður í Sjálfstæðishreyfingu Baska, ETA, hafði hringt í baskneskt dagblað og varað við sprengingunni og var lögregla að girða svæðið af þegar bíllinn sprakk. Vonir manna um vopnahlé af hálfu ETA dvínuðu við þessar fréttir, en hreyfingin hafði lýst því  yfir á sunnudag að hún vildi semja um vopnahlé. Stjórnvöld á Spáni segjast hins vegar ekki setjast að samningborði fyrr en hreyfingin leggi niður vopn. ETA hefur barist fyrir sjálfstæði Baskalands í 37 ár og hafa 850 manns í Frakkland og á Spáni fallið í tilræðum hreyfingarinnar, þó enginn síðan í maí 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×