Erlent

Vilja banna hakakross í löndum ESB

Uppátæki Harrys Bretaprins í síðustu viku kann að draga dilk á eftir sér, en prinsinn sást sem kunnugt er bera hakakross í afmæli. Nú vilja þýskir þingmenn á Evrópuþinginu að það verði gert refsivert innan landa Evrópusambandsins að bera merki nasista á almanafæri. Þeir hafa beðið um að málið verði tekið fyrir á ráðherrafundi sambandsins í næstu viku. Fari svo að málið verði sett á dagskrá má fastlega búast við hörðum átökum enda ljóst að stuðningsmönnum tjáningarfrelsis innan ESB mun ekki hugnast bann af þessu tagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×