Erlent

Segir Bandaríkin undirbúa árás

Bandarísk stjórnvöld undirbúa árás á Íran og bandarískar sérsveitir eru þegar að störfum í landinu. Einn reyndasti rannsóknarblaðamaður Bandaríkjanna, Seymour Hersh, heldur þessu fram í nýrri grein sem birtist í tímaritinu New Yorker. Þar segir hann að sérsveitarhermenn hafi komist inn í Íran frá Afganistan og undirbúi árás á kjarnorkustöðvar landsins. Hersh segir að Bandaríkjastjórn liggi yfir áætlunum um hvernig best sé að haga slíkri árás og útiloki ekki allsherjarárás á landið. Ef rétt reynist verður Íraksstríðið ekki lokapunkturinn á aðgerðum Bandaríkjastjórnar í þessum heimshluta. Aðeins Norður-Kórea stendur þá eftir á lista Bush Bandaríkjaforseta um öxulveldi hins illa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×