Erlent

Forsætisráðherrar á hamfaraslóð

Forsætisráðherrar Svíþjóðar, Noregs og Finnlands eru nú á hamfarasvæðunum í Taílandi þar sem þeir hyggjast reyna að afla upplýsinga um afdrif fjölmargra landa sinna sem ýmist eru látnir eða saknað eftir að flóðbylgjan reið yfir landið fyrir rúmum þremur vikum. Taíland hefur verði vinsæll áfangastaður hjá skandinavíkum ferðamönnum og fjöldi þeirra var í leyfi á Phuket-strönd þegar flóðbylgjan reið þar yfir. Þeir Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, og Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, áttu í gær fund með forsætisráðherra Taílands, Thaksin Shinawatra, og samkvæmt hinu sænska Aftonbladet hefur Persson krafið taílensk yfirvöld skýringa á því hvers vegna ekki var gefin út viðvörun um flóðbylgju í kjölfar skjálftans. Sænsk og norsk yfirvöld voru gagnrýnd harðlega fyrir slök viðbrögð við atburðunum annan dag jóla og er ferð forsætisráðherranna tveggja ásamt forsætisráðherra Finnlands liður í að reyna skýra ástandið, en um 2000 Svía, Norðmanna og Finna er enn saknað á flóðasvæðunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×