Verðbólgan að sprengja þolmörkin 14. janúar 2005 00:01 Tólf mánaða verðbólga er komin að þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og mælist nú fjögur prósent horft til síðustu tólf mánaða. Hún hefur ekki mælst hærri síðan í júlí 2002. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,08 prósent milli desember og janúar, en búist var við því að hún lækkaði lítillega. Nær öruggt er talið að verðbólgan fari yfir efri þolmörk Seðlabankans á næstu mánuðum. "Þetta er háalvarlegt," segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ. Hækkun á verði húnæðis var 2,9 prósent og skýrir að mestu frávik frá spám um vísitöluna. "Við gerðum ekki ráð fyrir að húsnæði myndi hækka þetta mikið," segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans. Björn segir að lækkandi húsnæðislánavextir og framboð húsnæðislána hafi greinilega mikil áhrif. "Spurningin er hvort dragi úr hækkunum á verði húsnæðis á næstunni," segir Björn og telur það líklega þróun. "Hins vegar er alveg ljóst að það er styrking krónunnar sem heldur aftur af verðbólgunni." Hann gerir ekki ráð fyrir að krónan veikist í bráð, en hún muni að öllum líkindum lækka þegar fram líða stundir. Ólafur Darri tekur undir það að styrkur krónunnar haldi aftur af verðbólgunni en gagnrýnir harðlega að opinberir aðilar hækki gjöld sín við núverandi kringumstæður og óttast að forsendur kjarasamninga bresti. "Það er sérkennilegt að opinberir aðilar noti fortíðarverðbólgu sem forsendu fyrir því að kynda undir framtíðarverðbólgu. Við munum mæla hvort kjarasamningar haldi í nóvember en því miður bendir allt til þess að forsendur samninganna muni bresta." Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans ber bankanum að skrifa ríkisstjórninni bréf þegar verðbólga fer í eða yfir þolmörk verðbólgumarkmiðsins. Björn Rúnar segir ljóst að Seðlabankinn skrifi nú bréf þar sem lýst er ástæðum og bent á leiðir til úrbóta. ASÍ segir í yfirlýsingu að fróðlegt verði að sjá ráð Seðlabankans, þar sem stjórnvöld beri ábyrgð á verðbólgunni, meðal annars með gjaldskrárhækkunum. Innlent Viðskipti Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Tólf mánaða verðbólga er komin að þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og mælist nú fjögur prósent horft til síðustu tólf mánaða. Hún hefur ekki mælst hærri síðan í júlí 2002. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,08 prósent milli desember og janúar, en búist var við því að hún lækkaði lítillega. Nær öruggt er talið að verðbólgan fari yfir efri þolmörk Seðlabankans á næstu mánuðum. "Þetta er háalvarlegt," segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ. Hækkun á verði húnæðis var 2,9 prósent og skýrir að mestu frávik frá spám um vísitöluna. "Við gerðum ekki ráð fyrir að húsnæði myndi hækka þetta mikið," segir Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans. Björn segir að lækkandi húsnæðislánavextir og framboð húsnæðislána hafi greinilega mikil áhrif. "Spurningin er hvort dragi úr hækkunum á verði húsnæðis á næstunni," segir Björn og telur það líklega þróun. "Hins vegar er alveg ljóst að það er styrking krónunnar sem heldur aftur af verðbólgunni." Hann gerir ekki ráð fyrir að krónan veikist í bráð, en hún muni að öllum líkindum lækka þegar fram líða stundir. Ólafur Darri tekur undir það að styrkur krónunnar haldi aftur af verðbólgunni en gagnrýnir harðlega að opinberir aðilar hækki gjöld sín við núverandi kringumstæður og óttast að forsendur kjarasamninga bresti. "Það er sérkennilegt að opinberir aðilar noti fortíðarverðbólgu sem forsendu fyrir því að kynda undir framtíðarverðbólgu. Við munum mæla hvort kjarasamningar haldi í nóvember en því miður bendir allt til þess að forsendur samninganna muni bresta." Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans ber bankanum að skrifa ríkisstjórninni bréf þegar verðbólga fer í eða yfir þolmörk verðbólgumarkmiðsins. Björn Rúnar segir ljóst að Seðlabankinn skrifi nú bréf þar sem lýst er ástæðum og bent á leiðir til úrbóta. ASÍ segir í yfirlýsingu að fróðlegt verði að sjá ráð Seðlabankans, þar sem stjórnvöld beri ábyrgð á verðbólgunni, meðal annars með gjaldskrárhækkunum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur