Erlent

Búist við að kosningum verði flýtt

Búist er við því að Anders Fogh Rasmussen boði til þingkosninga fljótlega þó að níu mánuðir séu enn eftir af kjörtímabili þingmanna. Samkvæmt fréttastofu Danske Radio var talið að forsætisráðherrann hefði ætlað sér að boða til þingkosninga í ársbyrjun en að hann hefði orðið að breyta þeim áætlunum vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í Asíu. Rasmussen fjallaði ítarlega um mál sem kunna að verða að kosningamálum á blaðamannafundi og þótti með því ýta undir vangaveltur um að hann ætli að flýta kosningum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×