Erlent

Enginn póstur mánuðum saman

Íbúar Ascenion-eyja í Suður-Atlantshafi hafa nánast engan póst fengið síðan í október. Eyjan heyrir undir Bretland en póstþjónustan þar í landi hefur sent póstinn af misgáningi til Suður-Ameríku. Á eynni búa rúmlega eitt þúsund manns. Pósturinn var sendur til höfuðborgar Paragvæ, sem heitir Assuncion, og einnig til höfuðborgar Gíana, sem heitir Georgetown, eins og höfuðborg eyjarinnar. Talsmaður póstsins segir að nú sé búið að koma í veg fyrir að þetta geti komið fyrir aftur - vonandi sé ekki allur pósturinn týndur en það muni taka tíma að senda hann á réttan stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×