Erlent

Engar reykingar á almenningsstöðum

Frá og með deginum í dag geta Ítalir ekki lengur reykt á kaffihúsum eða öðrum almenningsstöðum. Mörgum hugnast hreint ekki reykingabannið sem gengur í gildi í dag og hefur fjöldi kaffihúsaeigenda hótað því að aðhafast ekkert ef að gestir kveikja sér í vindlingum með kaffibollanum. Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu ætla hins vegar að taka hart á allri óhlýðni og fyrir þeim vinnustöðum sem ekki hlýta banninu liggur tæplega 200 þúsund króna sekt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×