Sport

Keflavík mætir Njarðvík í kvöld

Erkifjendurnir í Keflavík og Njarðvík mætast í Keflavík í kvöld í átta liða úrslitum Bikarkeppni KKÍ. Þetta er stórleikur umferðarinnar en liðin hafa lengi eldað grátt silfur saman. Liðin hafa mæst tvívegis í vetur og unnið hvort sinn leikinn. Keflavík vann deildarleikinn í Njarðvík, 78-73, en Njarðvík vann leik liðanna í undanúrslitum Hópbílabikarsins, 78-74, í Laugardalshöllinni. Keflvíkingar eru á toppi Intersportdeildarinnar en bæði þessi lið hafa átján stig ásamt Snæfelli og eru í nokkrum sérflokki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×