Erlent

Sýklalyfjanotkun veldur vandræðum

Mikil ávísun sýklalyfja í suðurhluta Evrópu veldur því að þar verða til sífellt fleiri sýklar sem eru ónæmir fyrir lyfjunum. Í nýrri, viðamikilli rannsókn kemur fram að mun fleiri tilfelli með sýklum sem erum ónæmir fyrir sýklalyfjum koma upp í suðurhluta Evrópu en norðurhluta þess þar sem læknar gefa sjaldnar sýklalyf. Áhyggjur vekur að notkun sýklalyfja hefur aukist verulega í Austur-Evrópu og hvetja læknar til að gripið verði til ráðstafana nú þegar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×