Erlent

Ævintýri lesin í síma

Hollendingar fara nú ótroðnar slóðir í að kynna börnum ævintýri. Búið er að koma á fót símaþjónustu í landinu þangað sem börn geta hringt og hlustað á Rauðhettu og fleiri gömul ævintýri fyrir litlar 450 krónur, eða svipaða upphæð og ævintýrabók kostar í bókabúð. Valið stendur á milli fjögurra ævintýra en skipt er reglulega um sögur hjá símaþjónustunni. Nú þegar hefur verið hringt 600 sinnum í ævintýrasímann en hann var opnaður um síðustu mánaðamót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×