Erlent

Norður-Kóreumenn eiga kjarnavopn

Stjórnvöld í Norður-Kóreu lýstu því yfir í morgun að þau hafi látið smíða kjarnorkuvopn til þess að verjast yfirgangi Bandaríkjamanna og tilraunum þeirra til að einangra landið. Jafnframt hafa stjórnvöld í Norður-Kóreu hætt þátttöku í viðræðum sex þjóða sem miðuðu að því að takmarka framþróun kjarnorkumála í landinu þannig að þar yrðu ekki smíðuð kjarnorkuvopn. Condoleezza Rice, utanríkisráðhera Bandaríkjanna, sem nú er stödd í Lúxemborg, segir að með þessu séu Norður-Kóreumenn einmitt að einangra sig frá umheiminum en ekki hið gagnstæða eins og þeir haldi fram. Nágrannarnir Japanar, Suður-Kóreumenn og Kínverjar hafa lengi haft áhyggjur af því að Norður-Kóreumenn væru um það bil að koma sér upp kjarnorkuvopnum en þarlend stjórnvöld hafa ávallt neitað því þar til núna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×