Erlent

Ótti vegna skjálfta í Aceh-héraði

Mikil skelfing greip um sig meðal íbúa á Aceh-héraði á Indónesíu í gær þegar jarðskjálfti upp á 6,2 á Richter skók svæðið. Fólk hljóp upp á hæðir og lögreglumenn og hermenn kölluðu í gegnum gjallarhorn og vöruðu fólk við flóðbylgjum. Ekki hafa borist neinar fregnir af mannfalli eða tjóni á byggingum í kjölfar skjálftans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×