Erfið verkefni liggja fyrir Abbas 10. janúar 2005 00:01 "Ég helga þennan sigur sál Jassers Arafats, þjóð okkar og píslarvættum," sagði Mahmoud Abbas, leiðtogi PLO, þegar hann fagnaði sigri í palestínsku forsetakosningunum. Kosningu hans var vel tekið og liggur nú fyrir honum að hefja friðarviðræður við Ísraela og fá palestínska vígamenn til að láta af ofbeldisverkum.. Abbas sigraði með miklum yfirburðum líkt og skoðanakannanir höfðu gefið til kynna. Hann fékk þrefalt fleiri atkvæði en næsti maður, Mustafa Barghouti, sem sjálfur fékk margfalt meira fylgi en hinir frambjóðendurnir fimm. Sigri hans var fagnað á götum palestínskra borga í fyrrinótt. Hleypt var af byssum upp í loftið, bílflautur þeyttar og fólk dansaði og söng á götum úti merkt litum Fatahhreyfingar Abbas. Ekki liggur fyrir hversu mikil kjörsókn var þar sem nokkur vafi lék á því hversu margir væru kosningabærir. Hamassamtökin kvörtuðu undan framkvæmd kosninganna, einkum því að kjörstaðir voru opnir tveimur tímum lengur en upphaflega stóð til. Erlendir þjóðarleiðtogar fögnuðu kjöri Abbas og bundu vonir við að það yrði til þess að koma mætti á friði milli Ísraela og Palestínumanna. "Ég hlakka til að bjóða hann velkominn hingað til Washington ef hann kýs að koma hingað," sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti. "Ef hann leggur sig allan fram um að berjast gegn hryðjuverkum er það nóg til að við hefjum aftur viðræður," sagði Shimon Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem er á leið í ísraelsku ríkisstjórnina. Hann ræddi við Abbas í síma, óskaði honum til hamingju með kjörið og sagðist reiðubúinn að gera allt í sínu valdi til að hjálpa honum. Forysta Hamas lýsti því yfir að þrátt fyrir efasemdir um framkvæmd kosninganna myndu samtökin vinna með Abbas. Helstu verkefni Abbas eru að semja við Ísraela um framtíð Palestínu og að fá herská samtök Palestínumanna til að láta af ofbeldi. Markmið hans í viðræðum við Ísraela er stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis, lausn palestínskra fanga úr ísraelskum fangelsum og lausn fyrir Palestínumenn sem flýðu heimili sín á landsvæðum sem nú tilheyra Ísrael. Það síðastnefnda fer sérstaklega fyrir brjóstið á Ísraelum. Mahmoud Abbas 1935 Fæddur í Safed í Galíleu sem þá var hluti af Palestínu undir hernámi Breta en er nú hluti Ísraels. Mahmoud Abbas 1948 Flýr ásamt fjölskyldu sinni undan stríðinu sem braust út þegar Ísraelsríki varð til, fjölskyldan kom sér fyrir í Sýrlandi. 1964 Tekur þátt í því með Jasser Arafat að stofna Frelsissamtök Palestínu, PLO. 1980 Skipaður yfirmaður alþjóðasamskiptadeildar PLO. 1993 Óslóarsamkomulagið undirritað, Abbas er talinn helsti arkitekt þess. 1995 Snýr aftur til Palestínu eftir friðarsamkomulag Ísraela og Palestínumanna 1996 Kosinn framkvæmdastjóri framkvæmdanefndar PLO. 2003 Valinn fyrsti forsætisráðherra Palestínu, segir af sér eftir fjóra mánuði vegna deilna við Jasser Arafat. 2004 Valinn formaður PLO eftir andlát Arafats. 2005 Kjörinn forseti Palestínu. Mahmoud Abbas hóf afskipti af frelsisbaráttu Palestínumanna með því að fá Palestínumenn í útlegð í Katar til liðs við málstaðinn síðla á sjötta áratugnum. Hann varð fljótt einn helsti fjáröflunarmaður PLO og tók að sér öryggismál snemma á áttunda áratugnum. Undir lok áratugarins hóf hann viðræður við ísraelska vinstrimenn og friðarsinna. Abbas er kvæntur og á tvo uppkomna syni. Einn sonur hans lést í fæðingu og tók Abbas nafn hans, Abu Mazen, sem auknefni sitt. Heimildir: AP, BBC. Erlent Fréttir Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
"Ég helga þennan sigur sál Jassers Arafats, þjóð okkar og píslarvættum," sagði Mahmoud Abbas, leiðtogi PLO, þegar hann fagnaði sigri í palestínsku forsetakosningunum. Kosningu hans var vel tekið og liggur nú fyrir honum að hefja friðarviðræður við Ísraela og fá palestínska vígamenn til að láta af ofbeldisverkum.. Abbas sigraði með miklum yfirburðum líkt og skoðanakannanir höfðu gefið til kynna. Hann fékk þrefalt fleiri atkvæði en næsti maður, Mustafa Barghouti, sem sjálfur fékk margfalt meira fylgi en hinir frambjóðendurnir fimm. Sigri hans var fagnað á götum palestínskra borga í fyrrinótt. Hleypt var af byssum upp í loftið, bílflautur þeyttar og fólk dansaði og söng á götum úti merkt litum Fatahhreyfingar Abbas. Ekki liggur fyrir hversu mikil kjörsókn var þar sem nokkur vafi lék á því hversu margir væru kosningabærir. Hamassamtökin kvörtuðu undan framkvæmd kosninganna, einkum því að kjörstaðir voru opnir tveimur tímum lengur en upphaflega stóð til. Erlendir þjóðarleiðtogar fögnuðu kjöri Abbas og bundu vonir við að það yrði til þess að koma mætti á friði milli Ísraela og Palestínumanna. "Ég hlakka til að bjóða hann velkominn hingað til Washington ef hann kýs að koma hingað," sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti. "Ef hann leggur sig allan fram um að berjast gegn hryðjuverkum er það nóg til að við hefjum aftur viðræður," sagði Shimon Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem er á leið í ísraelsku ríkisstjórnina. Hann ræddi við Abbas í síma, óskaði honum til hamingju með kjörið og sagðist reiðubúinn að gera allt í sínu valdi til að hjálpa honum. Forysta Hamas lýsti því yfir að þrátt fyrir efasemdir um framkvæmd kosninganna myndu samtökin vinna með Abbas. Helstu verkefni Abbas eru að semja við Ísraela um framtíð Palestínu og að fá herská samtök Palestínumanna til að láta af ofbeldi. Markmið hans í viðræðum við Ísraela er stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis, lausn palestínskra fanga úr ísraelskum fangelsum og lausn fyrir Palestínumenn sem flýðu heimili sín á landsvæðum sem nú tilheyra Ísrael. Það síðastnefnda fer sérstaklega fyrir brjóstið á Ísraelum. Mahmoud Abbas 1935 Fæddur í Safed í Galíleu sem þá var hluti af Palestínu undir hernámi Breta en er nú hluti Ísraels. Mahmoud Abbas 1948 Flýr ásamt fjölskyldu sinni undan stríðinu sem braust út þegar Ísraelsríki varð til, fjölskyldan kom sér fyrir í Sýrlandi. 1964 Tekur þátt í því með Jasser Arafat að stofna Frelsissamtök Palestínu, PLO. 1980 Skipaður yfirmaður alþjóðasamskiptadeildar PLO. 1993 Óslóarsamkomulagið undirritað, Abbas er talinn helsti arkitekt þess. 1995 Snýr aftur til Palestínu eftir friðarsamkomulag Ísraela og Palestínumanna 1996 Kosinn framkvæmdastjóri framkvæmdanefndar PLO. 2003 Valinn fyrsti forsætisráðherra Palestínu, segir af sér eftir fjóra mánuði vegna deilna við Jasser Arafat. 2004 Valinn formaður PLO eftir andlát Arafats. 2005 Kjörinn forseti Palestínu. Mahmoud Abbas hóf afskipti af frelsisbaráttu Palestínumanna með því að fá Palestínumenn í útlegð í Katar til liðs við málstaðinn síðla á sjötta áratugnum. Hann varð fljótt einn helsti fjáröflunarmaður PLO og tók að sér öryggismál snemma á áttunda áratugnum. Undir lok áratugarins hóf hann viðræður við ísraelska vinstrimenn og friðarsinna. Abbas er kvæntur og á tvo uppkomna syni. Einn sonur hans lést í fæðingu og tók Abbas nafn hans, Abu Mazen, sem auknefni sitt. Heimildir: AP, BBC.
Erlent Fréttir Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira