Átti fótum fjör að launa 10. janúar 2005 00:01 Johan Svensson, forstjóri Íslenska járnblendifélagsins, átti fótum sínum fjör að launa þegar hann lenti í flóðbylgjunni í Taílandi. Hann segist breyttur maður eftir þá reynslu. Þegar ósköpin dundu yfir voru Johan og fjölskylda hans í svokallaðri paradísarferð á Chicken-eyju sem er skammt frá Phatong á Phuket. Hann segir sjóinn hafa dregist gríðarlega langt frá landi og að konan hans og sambýliskona sonar hans hafi nánast sópast burt með útsoginu en áttað sig á hvað væri að gerast. Sjávarhæðin lækkaði um hálfan annan metra á hálfri mínútu sem er gríðarlega mikið og segist Johan hafa þá áttað sig á að eitthvað mikið væri að. Svo var allt í einu eins og sjórinn lyftist og síðan skall hann á lítili eyju skammt frá ströndinni. „Þá skildi ég að það var einungis eitt að gera og það var að forða sér,“ segir Johan. Hann segir að fólk hafi í örvæntingu reynt að forða sér þegar það hafi séð hvað var í aðsigi. Sænskur jarðfræðingur var með fjölskyldunni í för sem áttaði sig á því að þetta væri ekki eðlilegt fyrirbæri. „Hann sagði þetta afleiðingar gríðarlegs jarðskjálfta í nágrenni Súmötru. Við biðum því eftir að eftirskjálftar riðu yfir,“ segir Johan. Ömurleg sjón blasti við Johanni og fjölskyldu hans þegar þau komust aftur til Phatong eftir erfiða og langa bið. Hann segir þetta einhverja erfiðustu lífsreynslu sem hann hafi upplifað. „Öll þessi eyðilegging sem blasti við, lík liggjandi úti um allt og megn stækja í milum hita. Phatong var rústir einar,“ segir Johan. Johan segir að hann og eiginkona sín reyni nú að vinna sig út úr þessari skelfilegu lífsreynslu og að þau hafi talað mikið um atburðina. Og hann finnur breytingu á sér; Johan kveðst alltaf hafa verið mikill lestrarhestur en nú geti hann ekki einbeitt sér að því. Auk þess er hann orðinn meira þenkjandi og rólegri og það sama gildi um fjölskyldu sína. Þrátt fyrir lífreynsluna segist Johan geta hugsað sér að fara aftur til Taílands en hann myndi þá dveljast á hærri stað. Asía - hamfarir Fréttir Innlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Johan Svensson, forstjóri Íslenska járnblendifélagsins, átti fótum sínum fjör að launa þegar hann lenti í flóðbylgjunni í Taílandi. Hann segist breyttur maður eftir þá reynslu. Þegar ósköpin dundu yfir voru Johan og fjölskylda hans í svokallaðri paradísarferð á Chicken-eyju sem er skammt frá Phatong á Phuket. Hann segir sjóinn hafa dregist gríðarlega langt frá landi og að konan hans og sambýliskona sonar hans hafi nánast sópast burt með útsoginu en áttað sig á hvað væri að gerast. Sjávarhæðin lækkaði um hálfan annan metra á hálfri mínútu sem er gríðarlega mikið og segist Johan hafa þá áttað sig á að eitthvað mikið væri að. Svo var allt í einu eins og sjórinn lyftist og síðan skall hann á lítili eyju skammt frá ströndinni. „Þá skildi ég að það var einungis eitt að gera og það var að forða sér,“ segir Johan. Hann segir að fólk hafi í örvæntingu reynt að forða sér þegar það hafi séð hvað var í aðsigi. Sænskur jarðfræðingur var með fjölskyldunni í för sem áttaði sig á því að þetta væri ekki eðlilegt fyrirbæri. „Hann sagði þetta afleiðingar gríðarlegs jarðskjálfta í nágrenni Súmötru. Við biðum því eftir að eftirskjálftar riðu yfir,“ segir Johan. Ömurleg sjón blasti við Johanni og fjölskyldu hans þegar þau komust aftur til Phatong eftir erfiða og langa bið. Hann segir þetta einhverja erfiðustu lífsreynslu sem hann hafi upplifað. „Öll þessi eyðilegging sem blasti við, lík liggjandi úti um allt og megn stækja í milum hita. Phatong var rústir einar,“ segir Johan. Johan segir að hann og eiginkona sín reyni nú að vinna sig út úr þessari skelfilegu lífsreynslu og að þau hafi talað mikið um atburðina. Og hann finnur breytingu á sér; Johan kveðst alltaf hafa verið mikill lestrarhestur en nú geti hann ekki einbeitt sér að því. Auk þess er hann orðinn meira þenkjandi og rólegri og það sama gildi um fjölskyldu sína. Þrátt fyrir lífreynsluna segist Johan geta hugsað sér að fara aftur til Taílands en hann myndi þá dveljast á hærri stað.
Asía - hamfarir Fréttir Innlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira