Erlent

Nýtt ferli í Miðausturlöndum

Shimon Peres, varaforsætisráðherra Ísraels, segir að sigur Mahmoud Abbas í forsetakosningunum í Palestínu upphafið að nýju ferli í Miðausturlöndum. Útgönguspár benda til þess að Abbas hafi hlotið ríflega tvo þriðju hluta talinna atkvæða. Peres sagði í útvarpsviðtali í morgun að Abbas væri hófsamur og skynsamur maður og minnti á að hann hefði lýst yfir andúð sinni á hryðjuverkum og árásum á Ísraelsmenn. Hvort palestínsk hryðjuverkasamtök gefi honum tækifæri til að ná friðarsamningum á hins vegar eftir að koma í ljós að sögn Peres. Forvígismenn Hamas-samtakanna segja stöðu Abbas veika, enda hafi hann aðeins á bak við sig atkvæði um 35% allra Palestínumanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×