I-Holding yfirtekur ILLUM vöruhúsið í Kaupmannahöfn 4. ágúst 2005 00:01 Hópur íslenskra fjárfesta, I-Holding ehf., hefur gengið frá kaupum á 80% hlut í ILLUM vöruhúsinu í Danmörku ásamt fasteignininni sem hýsir reksturinn af Merrill Lynch International Global Principal Investment. I- Holding ehf. keypti í fyrra keypti Wessel & Vett A/S, eigendur Magasin du Nord og þar með 20% eignarhluta í ILLUM. Hópurinn samanstendur af fjárfestingafélaginu Baugi Group, Straumi fjárfestingabanka og B2B Holdings. ILLUM er eitt af þekktustu vöruhúsum Danmerkur og verslunarmiðstöðin er til húsa á besta stað í miðborg Kaupmannahafnar við Strikið. ILLUM er alþjóðleg vörumerkjaverslun sem býður viðskiptavinum sínum norræn og alþjóðleg vörumerki á sviði hönnunar, tísku og húsbúnaðar. Nýir stjórnendur Illum undir eignarhaldi Merril Lynch, settu sér skýrar áætlanir og markmið á síðasta fjárhagsári og tryggðu hagnað á rekstri Illum á ný. Reksturinn gekk vel á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins 2005/2006 og jókst heildarsala um rúmlega 11%. "Við teljum danska smásölumarkaðinn vera í vexti og höfum mikla trú á möguleikum ILLUM sem vöruhúsi í fremstu röð með vel þekkt vörumerki," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Nordic Fjárfestinga hjá Baugi Group, sem jafnframt er talsmaður fjárfestahópsins. Vöruhúsin ILLUM og Magasin verða rekin sem sjálfstæð fyrirtæki, með sjálfstæð stjórnendateymi og stefnu. Patricia Burnett er framkvæmdastjóri ILLUM og sagðist vera mjög ánægð með samkomulagið. "Nýir eigendur setja sér langtímamarkmið sem tryggja bæði starfsmönnum og sérleyfishöfum öruggan starfsgrundvöll og bjóða upp á ný og spennandi tækifæri fyrir ILLUM og viðskiptavini okkar. Ég hlakka mjög til þess að starfa með I-Holding. Þessir fjárfestar búa ekki einungis yfir umtalsverðri reynslu og þekkingu á smásölurekstri sem mun gagnast okkur öllum, þeir hafa einnig sýnt að þeir styðji við bakið á sterkum stjórnendum í félögum sem þeir fjárfesta í. Við stefnum að því að halda áfram rekstri fyrirtækisins samkvæmt nýju og spennandi skipulagi af þeim krafti og með þeirri einbeitingu sem ILLUM á skilið," sagði Patricia Burnett framkvæmdastjóri ILLUM að lokum. Dale Lattanzio hjá Merrill Lynch segir að Merrill Lynch International Global Principal Investment hafi lagt sitt af mörkum við að finna ILLUM nýjan stað og að endurbæta rekstur þess. "Við gleðjumst mjög yfir þeim framförum sem orðið hafa í rekstri fyrirtækisins. Nýir eigendur gera ILLUM kleift að halda áfram að þróast í höndum bæði eigenda og stjórnenda með mikla reynslu af smásölu sem einbeita sér að því að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd." Straumur fjárfestingabanki hf. og B.R.F. önnuðust fjármögnun yfirtökunnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Hópur íslenskra fjárfesta, I-Holding ehf., hefur gengið frá kaupum á 80% hlut í ILLUM vöruhúsinu í Danmörku ásamt fasteignininni sem hýsir reksturinn af Merrill Lynch International Global Principal Investment. I- Holding ehf. keypti í fyrra keypti Wessel & Vett A/S, eigendur Magasin du Nord og þar með 20% eignarhluta í ILLUM. Hópurinn samanstendur af fjárfestingafélaginu Baugi Group, Straumi fjárfestingabanka og B2B Holdings. ILLUM er eitt af þekktustu vöruhúsum Danmerkur og verslunarmiðstöðin er til húsa á besta stað í miðborg Kaupmannahafnar við Strikið. ILLUM er alþjóðleg vörumerkjaverslun sem býður viðskiptavinum sínum norræn og alþjóðleg vörumerki á sviði hönnunar, tísku og húsbúnaðar. Nýir stjórnendur Illum undir eignarhaldi Merril Lynch, settu sér skýrar áætlanir og markmið á síðasta fjárhagsári og tryggðu hagnað á rekstri Illum á ný. Reksturinn gekk vel á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins 2005/2006 og jókst heildarsala um rúmlega 11%. "Við teljum danska smásölumarkaðinn vera í vexti og höfum mikla trú á möguleikum ILLUM sem vöruhúsi í fremstu röð með vel þekkt vörumerki," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Nordic Fjárfestinga hjá Baugi Group, sem jafnframt er talsmaður fjárfestahópsins. Vöruhúsin ILLUM og Magasin verða rekin sem sjálfstæð fyrirtæki, með sjálfstæð stjórnendateymi og stefnu. Patricia Burnett er framkvæmdastjóri ILLUM og sagðist vera mjög ánægð með samkomulagið. "Nýir eigendur setja sér langtímamarkmið sem tryggja bæði starfsmönnum og sérleyfishöfum öruggan starfsgrundvöll og bjóða upp á ný og spennandi tækifæri fyrir ILLUM og viðskiptavini okkar. Ég hlakka mjög til þess að starfa með I-Holding. Þessir fjárfestar búa ekki einungis yfir umtalsverðri reynslu og þekkingu á smásölurekstri sem mun gagnast okkur öllum, þeir hafa einnig sýnt að þeir styðji við bakið á sterkum stjórnendum í félögum sem þeir fjárfesta í. Við stefnum að því að halda áfram rekstri fyrirtækisins samkvæmt nýju og spennandi skipulagi af þeim krafti og með þeirri einbeitingu sem ILLUM á skilið," sagði Patricia Burnett framkvæmdastjóri ILLUM að lokum. Dale Lattanzio hjá Merrill Lynch segir að Merrill Lynch International Global Principal Investment hafi lagt sitt af mörkum við að finna ILLUM nýjan stað og að endurbæta rekstur þess. "Við gleðjumst mjög yfir þeim framförum sem orðið hafa í rekstri fyrirtækisins. Nýir eigendur gera ILLUM kleift að halda áfram að þróast í höndum bæði eigenda og stjórnenda með mikla reynslu af smásölu sem einbeita sér að því að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd." Straumur fjárfestingabanki hf. og B.R.F. önnuðust fjármögnun yfirtökunnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira