Erlent

Zapatero vill frið við ETA

Jose Zapatero, forsætisráðherra Spánar segist munu grípa minnsta tækifæri til að tryggja varanlegan frið í Baskahéruðum Spánar en aðeins með því skilyrði að ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, leggi niður vopnin. Forverum Zapatero hefur mistekist að komast að samkomulagi við ETA en í sjónvarpsávarpi á miðvikudag sagðist forsætisráðherra ekki ætla að leggja árar í bát. Hinn pólitíski armur ETA, Batasuna-flokkurinn, óskaði eftir friðarviðræðum við spænsk yfirvöld á sunnudag en tveimur dögum síðar lýstu þau ábyrgð á bílsprengju sem sprakk í Bilbao.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×