Erlent

625 lík hafa fundist

Staðfest er að 625 erlendir ríkisborgarar voru á meðal þeirra ríflega 167 þúsund fórnarlamba flóðbylgjunnar í Indlandshafi sem hafa fundist látin. Enn er tuga þúsunda manna saknað, þar af meira en tvö þúsund erlendra ríkisborgara. Hundruð líka finnast á hverjum degi, til að mynda fundust 528 lík í Aceh-héraði á Súmötru á sunnudaginn. Flestir hinna látnu erlendu ríkisborgara eru Svíar eða 97. Þá er einnig staðfest að 67 Frakkar hafi látist og 60 Þjóðverjar. Enn er 460 Svía saknað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×