Erlent

Norður-Kórea ekki kjarnorkuveldi

Það er ekki tímabært að líta á Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi þrátt fyrir nýlegar yfirlýsingar Norður-Kóreumanna um að þeir búi yfir kjarnorkuvopnum. Þetta sagði sameiningarráðherra Suður-Kóreu í morgun. Hann segir að hvorki hafi verið staðfest að Norður-Kóreumenn eigi kjarnorkuvopn né að þau hafi verið prófuð, ef þau séu fyrir hendi sannanlega. Að mati ráðherrans er markmið yfirlýsingar Norður-Kóreumanna fyrst og fremst það að styrkja stöðu þeirra við samningaborðið enda hafi stjórnvöld í Norður-Kóreu tíu sinnum lýst því yfir að landið búi yfir kjarnavopnum frá árinu 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×