Stofna líftæknifyrirtæki á Íslandi 14. febrúar 2005 00:01 Bandarískt líftæknifyrirtæki er að setja á stofn rannsóknar- og þróunarfyrirtæki í stofnfrumurannsóknum á Íslandi. Fyrirtækið hyggst fjárfesta hér á landi á næstu mánuðum og ráða til sín nokkra starfsmenn. Fyrirtækið heitir Xytos og er verið að leggja lokahönd á hlutafjárútboð félagsins í Bandaríkjunum og skráningu á Nasdaq-markaðinn. Upprunalegt nafn fyrirtækisins er GlycoStem og verða höfuðstöðvarnar í Bandaríkjunum, en forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til að meginhluti starfseminnar verði á Íslandi. Reiknað er með að fjárfestingin hér fari hægt af stað og fjárfest verði fyrir á bilinu 60 til 300 milljónir króna í fyrstu. Ráðgjafar fyrirtækisins hafa dvalið hér á landi að undanförnu og leitað framkvæmdastjóra og hafa átt í viðræðum við íslenska vísindamenn, endurskoðunarfyrirtæki og banka til þess að undirbúa stofnun fyrirtækisins. Paul Sveinbjörn Johnson, sem er lögfræðingur í Chicago og er af íslenskum ættum, segir hugmyndina að stofnun fyrirtækis hér á landi hafa kviknað þegar hann sá viðtal við Kára Stefánsson í sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum. Hann þekkti til Kára, en segir hann ekki tengjast stofnun fyrirtækisins að öðru leyti. Stofnfrumur eru ósérhæfðar frumur. Það þýðir að hlutverk þeirra er ekki ákveðið og hægt er að hafa áhrif á hvernig þær muni þróast. Vísindamenn vinna með tvenns konar stofnfrumur; annars vegar úr fósturvísum og hins vegar úr fullorðnum einstaklingum. Xytos einbeitir sér að stofnfrumum fullorðinna einstaklinga. Miklar umræður hafa verið um notkun fósturvísa í slíkum rannsóknum, en ekki er römm andstaða við notkun stofnfruma fullorðinna einstaklinga. "Ein ástæða þess að Ísland varð fyrir valinu er samt að hér eru ekki sterkir þrýstihópar bókstafstrúarmanna og því teljum við líkur á að regluumhverfi slíkra rannsókna muni mótast af skynsamlegri umræðu." Hann segir að sterkt háskólasamfélag og þekking í heilbrigðisvísindum séu meðal þeirra þátta sem horft var til við ákvörðun um að stofna slíkt fyrirtæki hér á landi. "Hagstætt skattaumhverfi er einnig eitt af því sem við lítum til," bætir Phillip Freeman fjármálasérfræðingur við, en hans hlutverk hefur verið að skipuleggja fjárhagsþátt fjárfestingarnar hér á landi. Tengiliður þeirra við íslenska rannsóknasamfélagið er dr. Finnbogi Rútur Þormóðsson, fræðimaður í lífvísindum við Háskóla Íslands. Hann segir margvísleg not af stofnfrumurannsóknum og þekkir til þeirra rannsókna sem fyrirtækið byggir á. Hann segir mikla möguleika felast í notkun stofnfruma við lækningar, en vísindamenn greini á um hversu langur tími muni líða þar til hægt verði að nota þær í lækningaskyni. Framtíðarhugmyndir fyrirtækisins eru að hægt verði að nýta stofnfrumur til að endurvekja hárvöxt, byggja upp tennur og bein og búa til nýtt skinn til meðhöndlunar brunasára. Hópur vísindamanna í Heidelberg í Þýskalandi hefur unnið að rannsóknum og telja forsvarsmenn fyrirtækisins sig hafa nokkurra ára forskot á keppinautanna á sviði geymslu stofnfruma, sem þegar muni tryggja fyrirtækinu tekjustreymi. Vaxandi markaður er fyrir geymslu lífsýna einstaklinga til síðari nota. Lengra er í tekjur af öðrum þáttum starfseminnar, en bundnar eru miklar vonir við að stofnfrumur verði í framtíðinni notaðar til lækninga í auknum mæli. Innlent Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Bandarískt líftæknifyrirtæki er að setja á stofn rannsóknar- og þróunarfyrirtæki í stofnfrumurannsóknum á Íslandi. Fyrirtækið hyggst fjárfesta hér á landi á næstu mánuðum og ráða til sín nokkra starfsmenn. Fyrirtækið heitir Xytos og er verið að leggja lokahönd á hlutafjárútboð félagsins í Bandaríkjunum og skráningu á Nasdaq-markaðinn. Upprunalegt nafn fyrirtækisins er GlycoStem og verða höfuðstöðvarnar í Bandaríkjunum, en forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til að meginhluti starfseminnar verði á Íslandi. Reiknað er með að fjárfestingin hér fari hægt af stað og fjárfest verði fyrir á bilinu 60 til 300 milljónir króna í fyrstu. Ráðgjafar fyrirtækisins hafa dvalið hér á landi að undanförnu og leitað framkvæmdastjóra og hafa átt í viðræðum við íslenska vísindamenn, endurskoðunarfyrirtæki og banka til þess að undirbúa stofnun fyrirtækisins. Paul Sveinbjörn Johnson, sem er lögfræðingur í Chicago og er af íslenskum ættum, segir hugmyndina að stofnun fyrirtækis hér á landi hafa kviknað þegar hann sá viðtal við Kára Stefánsson í sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum. Hann þekkti til Kára, en segir hann ekki tengjast stofnun fyrirtækisins að öðru leyti. Stofnfrumur eru ósérhæfðar frumur. Það þýðir að hlutverk þeirra er ekki ákveðið og hægt er að hafa áhrif á hvernig þær muni þróast. Vísindamenn vinna með tvenns konar stofnfrumur; annars vegar úr fósturvísum og hins vegar úr fullorðnum einstaklingum. Xytos einbeitir sér að stofnfrumum fullorðinna einstaklinga. Miklar umræður hafa verið um notkun fósturvísa í slíkum rannsóknum, en ekki er römm andstaða við notkun stofnfruma fullorðinna einstaklinga. "Ein ástæða þess að Ísland varð fyrir valinu er samt að hér eru ekki sterkir þrýstihópar bókstafstrúarmanna og því teljum við líkur á að regluumhverfi slíkra rannsókna muni mótast af skynsamlegri umræðu." Hann segir að sterkt háskólasamfélag og þekking í heilbrigðisvísindum séu meðal þeirra þátta sem horft var til við ákvörðun um að stofna slíkt fyrirtæki hér á landi. "Hagstætt skattaumhverfi er einnig eitt af því sem við lítum til," bætir Phillip Freeman fjármálasérfræðingur við, en hans hlutverk hefur verið að skipuleggja fjárhagsþátt fjárfestingarnar hér á landi. Tengiliður þeirra við íslenska rannsóknasamfélagið er dr. Finnbogi Rútur Þormóðsson, fræðimaður í lífvísindum við Háskóla Íslands. Hann segir margvísleg not af stofnfrumurannsóknum og þekkir til þeirra rannsókna sem fyrirtækið byggir á. Hann segir mikla möguleika felast í notkun stofnfruma við lækningar, en vísindamenn greini á um hversu langur tími muni líða þar til hægt verði að nota þær í lækningaskyni. Framtíðarhugmyndir fyrirtækisins eru að hægt verði að nýta stofnfrumur til að endurvekja hárvöxt, byggja upp tennur og bein og búa til nýtt skinn til meðhöndlunar brunasára. Hópur vísindamanna í Heidelberg í Þýskalandi hefur unnið að rannsóknum og telja forsvarsmenn fyrirtækisins sig hafa nokkurra ára forskot á keppinautanna á sviði geymslu stofnfruma, sem þegar muni tryggja fyrirtækinu tekjustreymi. Vaxandi markaður er fyrir geymslu lífsýna einstaklinga til síðari nota. Lengra er í tekjur af öðrum þáttum starfseminnar, en bundnar eru miklar vonir við að stofnfrumur verði í framtíðinni notaðar til lækninga í auknum mæli.
Innlent Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira